Sónó er grænkeraveitingastaður og veisluþjónusta sem dansar í takt við árstíðirnar með kryddum og jurtum úr nærumhverfinu í bland við seiðandi krydd Mið-Austurlandanna.

Opið er 11:00-16:00 þriðjudaga til laugardaga og 18-23 föstudags- og laugardagskvöld.

Útfærsla matarins er líkastur ,,meze” sem á uppruna sinn í Mið-Austurlöndum.  
Hver einasti diskur inniheldur jurtir úr nærumhverfinu að einhverju leyti, hvort sem þær eru ferskar á disknum, seyði í sósuna, eða þurrkaðar jurtir í lög. Allt eftir því hver árstíðin er. Þannig breytast brögðin með hringrás sólar. Hér er ekkert nýtt á ferð, heldur þveröfugt. Þetta lesa meira..